Tólf ára kom inn á fyrir móður sína

Harpa Ásgeirsdóttir fer af velli fyrir dóttur sína Ísabellu Önnu …
Harpa Ásgeirsdóttir fer af velli fyrir dóttur sína Ísabellu Önnu Kjartansdóttur. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Hin tólf ára gamla Ísabella Anna Kjartansdóttir kom inn á fyrir móður sína Hörpu Ásgeirsdóttur í liði Völsungs í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Húsavík í gær. 

Völsungur fór létt með Vestra, 5:0, og skoraði Harpa fjórða mark Völsungs sem er með fullt hús stiga eð 15 eftir fimm umferðir og á toppi 2. deildarinnar. 

Harpa er 38 ára gömul og reyndasti leikmaður Völsungs en hún á að baki hátt í 200 leiki á Íslandsmótinu og hefur spilað með KR, Aftureldingu og Þór/KA/KS í efstu deild.

Ísabella kom inn á fyrir Hörpu þegar að tíu mínútur voru eftir. Fleiri myndir má sjá hér að neðan. 

Ísabella kemur inn fyrir Hörpu.
Ísabella kemur inn fyrir Hörpu. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Harpa Ásgeirsdóttir og dóttir hennar Ísabella Anna Kjartansdóttir.
Harpa Ásgeirsdóttir og dóttir hennar Ísabella Anna Kjartansdóttir. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert