17 ára með 11 mörk í 2. deild - Selfoss á sigurbraut

Jakob Gunnar Sigurðsson fagnaði tveimur mörkum í viðbót í kvöld.
Jakob Gunnar Sigurðsson fagnaði tveimur mörkum í viðbót í kvöld. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Húsvíkingurinn Jakob Gunnar Sigurðsson hélt uppteknum hætti í dag þegar Völsungur lagði KFG að velli í 2. deild karla í fótbolta í Garðabæ, 2:1.

Jakob, sem er aðeins 17 ára gamall, skoraði bæði mörk Völsungs í leiknum og hefur nú skorað 11 mörk í fyrstu sjö leikjum Húsvíkinga en hann hefur gert 11 af 16 mörkum þeirra í deildinni á tímabilinu.

Völsungur er í þriðja sæti með 13 stig eftir sjö umferðir, á eftir Selfossi með 19 stig og Víkingi í Ólafsvík með 15. KFG er á botninum ásamt KF með 3 stig.

Selfoss heimsótti KF til Ólafsfjarðar og vann 3:1. Þorlákur Breki Baxter, Alfredo Arguello og J'on Vignir Pétursson komu Selfyssingum í 3:0 en Anton Karl Sindrason svaraði fyrir Fjallabyggðarmenn undir lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert