Sterkur sigur FH á heimavelli

Leikmenn FH að fagna marki Breukelen Woodard sem er númer …
Leikmenn FH að fagna marki Breukelen Woodard sem er númer tvö frá hægri. mbl.is/Óttar Geirsson

FH hafði betur gegn Keflavík, 1:0, í áttundu umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta í Hafnarfirði í dag.

FH er í fjórða sæti með 13 stig og Keflavík í áttunda sæti með sex stig.

Strax á annarri mínútu kom umdeilanlegt atvik þegar Aníta Lind Daníelsdóttir fór niður inni í vítateig FH eftir að fá spark í andlitið frá varnarmanni FH. Keflvíkingar vildu víti en dómarinn dæmdi sóknarbrot.

Leikurinn var rólegur eftir það og liðin skiptust á hálffærum þar til eftir um hálftíma leiki þegar Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir tók hornspyrnu sem Breukelen Woodard sparkaði í netið eftir klafs í teignum.

Anita Lind Daníelsdóttir fékk svo fínt færi stuttu síðar, einnig eftir hornspyrnu þegar hún var með fullt af plássi á fjærsvæðinu en hún skallaði boltann rétt framhjá.

Ída Marín Hermannsdóttir fékk svo flott færi fyrir FH á 38. Mínútu eftir frábært spil upp völlinn með Thelmu Karen Pálmadóttir en skot hennar fór framhjá.

Saorla Miller var síðan nálægt því að jafna metin fyrir heimakonur undir lok fyrri hálfleiks þegar hún fékk sendingu í gegn frá Melanie Rendeiro en Saorla var undir pressu frá varnarmanni og Aldís gerði vel í markinu og lokaði á hana og skot hennar fór að lokum framhjá.

FH-ingar byrjuðu vel og fengu strax færi í upphafi fyrri hálfleiks þegar Thelma kom með frábæra fyrirgjöf sem Vera missti af í markinu en það gerði Breukelen sömuleiðis sem var mætt á fjærsvæðið fyrir aftan hana.

Á 49. mínútu vildu Keflvíkingar aftur fá víti þegar Melanie fór niður í teignum en aftur var dómarinn ósammála þeim.

Arna Eiríksdóttir og Melanie Forbes í baráttu um boltann í …
Arna Eiríksdóttir og Melanie Forbes í baráttu um boltann í dag. mbl.is/ Óttar Geirsson

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir var svo nálægt því að skora annað mark FH á 52. Mínútu eftir slakan varnarleik en  boltinn barst til hennar eftir slakan varnarleik en Vera gerði vel í markinu og varði í horn.

Saorla fékk svo fínt færi á 56. Mínútu eftir undirbúning frá Melanie en hún skaut framhjá. Þær tvær unnu vel saman í leiknum í dag.

Vera Varis varði tvö flott skot frá FH-ingum í kringum 80. mínútu en fleiri urðu færin ekki og heimakonur fögnuðu sigri.

FH 1:0 Keflavík opna loka
90. mín. Breukelen Woodard (FH) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert