Íslandsmeistararnir ekki í vandræðum með nýliðana

Hailey Whitaker og Eva Rut Ásþórsdóttir eigast við í dag.
Hailey Whitaker og Eva Rut Ásþórsdóttir eigast við í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur sigraði Fylki 4:1 í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Árbænum í dag.

Það var Ísabella Sara Tryggvadóttir sem skoraði fyrsta mark Vals á 11. mínútu leiksins og svo bætti Amanda Jacobsen Andradóttir öðru marki við á 53. mínútu leiksins. Þriðja markið skoraði svo Jasmín Erla Ingadóttir á 61. mínútu.

Abigail Boyan minnkaði muninn fyrir Fylkir með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu leiksins en Berglind Rós Ágústsdóttir kláraði þetta fyrir Val með góðu marki á 87. mínútu leiksins.

Valur er því áfram í öðru sæti deildarinnar en liðið er með 21 stig eftir átta umferðir, þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Fylkir er aftur á móti í niunda sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. Þetta var fimmti tapleikur Fylkis í röð.

Valur byrjaði betur í Árbænum í dag en voru ekki að koma sér í nein alvöru færi. Ekki fyrr en á 11. mínútu leiksins þegar Jasmín Erla Ingadóttir átti flotta sending á Ísabellu Söru sem fór í gegnum vörn Fylkis af miklu harðfylgi og setti boltann í stöngina og inn. Virkilega vel gert hjá Ísabellu sem heldur betur hefur verið á skotskónum síðustu daga. Hún skoraði þrennu fyrir lið Vals um síðustu helgi gegn Stjörnunni í Bestu  eild kvenna og svo skoraði hún eitt mark í 6:0 sigri liðsins á Grindavík í bikarnum á þriðjudaginn.

Eftir markið héldu gestirnir áfram að sækja og áttu bæði Jasmín Erla og Fanndís Friðriksdóttir fín skot sem fóru rétt framhjá. Fyrsta og eina skot Fylkis á mark Vals í fyrri hálfleik kom á 35. mínútu en þá reyndi Þórhildur Þórhallsdóttir skot af löngu færi sem Fanney Inga Birkisdóttir varði örugglega. Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, náði í kjölfarið tvívegis að verja vel og koma í veg fyrir það að Valur kæmist í 2:0. Fyrst varði hún frá Jasmínu Erlu en hún var komin ein í gegn og svo stuttu síðar varði hún vel frá Fanndísi en Fanndís var afar spræk á vinstri kantinum í liði Vals í dag.

Í seinni hálfleik héldu gestirnir áfram að ógna marki Fylkis og strax á 53. mínútu kom annað mark Vals. Þá átti Fanndís fína sending fyrir sem varnarmenn Fylkis voru í vandræðum með að koma frá og boltinn barst á Amöndu Jacobsen Andradóttur og hún hamraði boltanum í netið og kom liði Vals í 2:0 forystu. Aðeins átta mínútur síðar átti Amanda frábæra sending á Jasmínu Erlu og hún klippti boltann ansi smekklega og inn fór skotið og staðan því orðin 3:0 fyrir gestina. Fylkir náði að minnka muninn á 82. mínútu en þá skoraði Abigail Boyan úr vítaspyrnu. Berglind Rós Ágústsdóttir kláraði þetta svo á 87. mínútu leiksins með stæl en þá tók hún gott skot fyrir utan teiginn og setti hann í bláhornið. Lokatölur leiksins sem sagt 4:1 fyrir Val. Sem sagt afar öruggur sigur hjá liði Vals í dag.

Næsti leikur Fylkis er gegn Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri en leikurinn fer fram föstudaginn 21. júní klukkan 18:00. Örlítið síðar eða klukkan 20:15 mætast svo Valur og FH á Hlíðarenda en það er lokaleikurinn í 9. umferð Bestu deildar kvenna.

Fylkir 1:4 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið +3 - Þá er leiknum lokið. Valur vinnur öruggan 4:1 sigur á liði Fylkis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert