Skiptu með sér stigunum fyrir norðan

Hugrún Pálsdóttir í þann mund að taka skot í dag.
Hugrún Pálsdóttir í þann mund að taka skot í dag. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll og Víkingur skildu jöfn, 1:1, í Bestu deild kvenna í fótbolta á Sauðárkróki í dag. Víkingur er áfram í sjötta sæti með níu stig og Tindastóll í sjöunda með átta.

Víkingar voru sterkari aðilinn í frekar jöfnum fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir átti skot í slána á 5. mínútu og Selma Dögg Björgvinsdóttir annað á 10. mínútu.

Heimakonur sluppu með skrekkinn og var staðan í leikhléi markalaus. Það breyttist á 52. mínútu er Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með góðum skalla eftir sendingu frá Emmu Steinsen Jónsdóttur.

Því miður fyrir Emmu jafnaði hún hinum megin á 84. mínútu er hún setti boltann í eigið mark eftir sprett og sendingu frá Jordyn Rhondes.

Víkingar voru nær því að skora sigurmarkið en varamaðurinn Hulda Ösp Ágústsdóttir setti boltann í slána á lokamínútunni og reyndist það síðasta góða færi leiksins.

Tindastóll 1:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) á skot í þverslá Hársbreidd! Svanhildur með góðan sprett og fyrirgjöf frá hægri og Hulda nær skotinu á fjær en í slána!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert