Pétur ósáttur með umfjöllun um kvennaliðin

Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna er ósáttur með umfjöllun Stöðvar 2 um leik Vals gegn Fylki í gær og fleiri leiki.

Valur vann Fylki 4:1 í Árbænum í gær en enginn blaðamaður frá miðlinum tók viðtal við leikmenn eða þjálfara liðana hvorki fyrir né eftir leikinn en Stöð 2 er með sýningarréttt á leikjum í Bestu deild karla og kvenna.

Pétur segir þetta ekki einsdæmi og sé mjög dapurt. Á karlaleikjum hinsvegar eru tveir til fimm sérfræðingar í hverjum lek og mjög góð umfjöllun. 

Pistill Péturs:

Mikið var ég svekktur með umfjöllun bestu deildar í leik Fylkir og Vals. Enginn fréttamaður frá stöð 2 á leiknum hvorki fyrir eða eftir leik.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar hjá öllum liðum sem engin viðtöl eru eða umfjöllun.
Fylkir er að reyna að bæta alla umgjörð eins og hægt er og fjölga þeim sem mæta á völlinn ásamt fleiri liðum en svo mætir enginn að taka viðtöl fyrir eða eftir leik.
Þetta er mjög dapurt og hefur gerst alltof oft hjá öllum kvk liðum í sumar.
Stöð 2 hefur réttindin á bestu deild kvk og kk.
Alltaf eru 2 til 5 sérfræðingar á öllum leikjum kk og mjög góð umfjöllun um þá deild.
Tek það fram að þetta er ekki beint að bestu mörkum kvk sem eru vel gerð.
Við erum alltaf að tala um að fá fleiri áhorfendur á bestu deild kvk en rétthafinn þarf að vera fyrstur að bregðast við því en ekki draga úr umfjöllun.
Vona að konur og karlar landsins mæti og fylli stúkur landsins í næstu umferð og styðji bestu deild kvk.
Vikingur-Breiðablik.
Keflavik-Tindastóll.
Þór/KA-Fylkir.
Valur-FH.
Þróttur-Stjarnan.
Gleðilegan þjóðhátíðardag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka