Valur mætir liði Vllaznia frá Albaníu og Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi.
Fyrri leikirnir fara fram 11. júlí og þeir síðari viku síðar.
Valur og Stjarnan byrja á heimavelli á meðan Breiðablik spilar fyrri leik sinn í Norður-Makedóníu.
Langt ferðalag bíður því bæði Vals og Breiðabliks á meðan Stjarnan fær stutt og laggott ferðalag.
Viðureignir íslensku liðanna:
Valur – Vllaznia
Stjarnan – Linfield
Tikvesh - Breiðablik