Valur mætir skoska liðinu St. Mirren í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar ef liðið vinnur Vllaznia frá Albaníu í 1. umferðinni.
Dregið var í hádeginu en Valsmenn hefðu getað mætt FC Kobenhavn, þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila, eða Go Ahead Eagles, þar sem Willum Þór Willumsson spilar.
Breiðablik mætir FC Drita frá Kósovó í 2. umferð ef liðinu tekst að slá út Tikvesh frá Norður-Makedóníu í 1. umferðinni.
Stjarnan mætir þá Bala Town frá Wales eða Paide Linnameeskond frá Eistlandi í 2. umferð ef liðinu tekst að vinna Linfield frá Norður-Írlandi í 1. umferð.