Víkingar mæta Sparta Prag ef þeir vinna

Víkingar mæta Sparta Prag ef þeir vinna Shamrock Rovers.
Víkingar mæta Sparta Prag ef þeir vinna Shamrock Rovers. mbl.is/Óttar Geirsson

Víkingur úr Reykjavík mun mæta Sparta Prag frá Tékklandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu ef liðið vinnur Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð. 

Dregið var í aðra umferð í höfuðstöðvum UEFA í dag en Sparta Prag var eitt af fjórum liðum sem Víkingur gat mætt. Hin þrjú voru Bodö/Glimt, Midtjylland og Malmö. 

Sig­ur í 1. um­ferðinni gegn Shamrock trygg­ir Vík­ing­um jafn­framt a.m.k. sæti í 3. um­ferð undankeppni Evr­ópu­deild­ar og um leið úr­slita­leik um sæti í riðlakeppni Evr­ópu­deild­ar eða Sam­bands­deild­ar, en það er ná­kvæm­lega sú leið sem Blikar fóru í fyrra.

Ef Vík­ing­ar tapa fyr­ir Shamrock Rovers fær­ast þeir yfir í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar og mæta þá tapliðinu úr ein­hverju eft­ir­tal­inna ein­vígja:

Slov­an Brat­islava (Slóvakíu) - Str­uga (N-Makedón­íu)
KÍ Klaks­vík (Fær­eyj­um) - Dif­fer­d­ange (Lúx­em­borg)
The New Saints (Wales) - Decic (Svart­fjalla­landi)
Borac Banja Luka (Bosn­íu) - Egnatia (Alban­íu)
Ball­kani (Kósovó) - UE Santa Coloma (Andorra)
Virt­us (San Marínó) - FCSB (Rúm­en­íu)

Dregið verður til 2. umferðar undankeppni Sambandsdeildarinnar í hádeginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert