Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Sigur liðsins á Englandi skilar stökkinu.
Ísland fer í 70. sæti og stekkur upp fyrir Norður-Makedóníu og Svartfjallaland á listanum. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í sætinu fyrir ofan Ísland og Jórdanía þar fyrir ofan.
Frækinn sigur Íslands á Wembley á dögunum telur mikið en England er í fjórða sæti listans og fellur um eitt sæti eftir tapið. Brasilía tekur fjórða sætið en heimsmeistarar Argentínu eru á toppnum, Frakkar í öðru sæti og Belgar í þriðja.