Óskar tekur ekki við KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. Eyþór Árnason

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson ekki hafa áhuga á að taka við meistaraflokki karla í félaginu. Gregg Ryder var rekinn úr starfi í morgun.

Í samtali við fótbolta.net segir Páll Óskar Hrafn ekki hafa komið til tals sem nýjan þjálfara félagsins. „Óskar er ráðgjafi knattspyrnudeildar og er búinn að segja það algjörlega skýrt frá upphafi að hann hafi ekki áhuga á því að taka við meistaraflokki. Hann hefur ekki verið inni í myndinni, þess vegna er Pálmi kallaður til.“

Pálmi Rafn Pálmason stýrir liðinu til bráðabirgða en Pálmi er þrautreyndur sem leikmaður, yfirþjálfari yngri flokka og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert