„Þurftum meiri þolinmæði“

Shaina Ashouri og Ásta Eir Árnadóttir eigast við á Víkingsvellinum …
Shaina Ashouri og Ásta Eir Árnadóttir eigast við á Víkingsvellinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það tók okkur smá tíma í að komast í gang og ég tek það á mig,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu sem kom gegn Víkingum á útivelli í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Leikurinn endaði 2:1 fyrir Blikum sem halda þó toppsæti deildarinnar.

„Mér fannst fyrri hálfleikur vera barátta. Víkingar mættu vel stefndir og voru með hættulegar fyrirgjafir og áttu þeirra augnablik. Ég er mjög glaður með okkar frammistöðu í seinni hálfleik,“ sagði Nik í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Víkingur byrjaði leikinn vel og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Breiðablik missti lykilleikmann liðsins, Öglu Maríu Albertsdóttir út af eftir aðeins fimm mínútur.

„Við þurfum að hafa meiri þolinmæði í fyrri háleik. Markið sem við skoruðum var mjög gott, við náðum að spila okkur vel upp völlinn. Í fyrri hálfleik komust við í svipaðar stöður en tókum svo ranga ákvörðun. Í seinni hálfeik komust við í betri stöður og til dæmis kom Barbára með nokkrar góðar fyrirgjafi, við þurftum að fá meira af því í fyrri. 

Ég var ekki að búast við því að missa Öglu Maríu út af og þurfa að stokka aðeins upp í spilunum svo ég læri af þessu.“

Liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra þar sem Víkingur hafði betur en  Nik sagði liðið ekki hafa verið í hefndarhug í dag.

„Við notuðum ekki bikarúrslitaleikinn sem hvatning við ætluðum bara að mæta í dag og gera okkar starf og taka þrjú stigin, það heppnaðist ekki í dag svo það er bara næsti leikur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert