Leiknir hafði betur í botnslagnum

Marinó Axel Helgason og Þröstur Mikael Jónasson í baráttu um …
Marinó Axel Helgason og Þröstur Mikael Jónasson í baráttu um boltann í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Leiknir vann Þór á Akureyri, 2:1 í botnslagnum í  1. deild karla í fótbolta í dag. Á sama tíma vann Grindavík Dalvík/Reyni, 3:1, á heimavelli í Safamýri. 

Leiknir  jafnaði stigafjölda Þórs en er enn á botni deildarinnar vegna markatölu. Bæði liðin eru með 6 stig.

Omar Sowe kom Leiknir yfir á 57. mínútu en Birkir Heimisson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Shkelzen Veseli skoraði svo sigurmark Leiknis á 87. mínútu.

Grindavík fór með sigrinum upp í sjötta sæti með 10 stig en þetta var annar sigur liðsins í röð og það hefur unnið báða leiki sína undir stjórn Haralds Árna Hróðmarssonar. Dalvík/Reynir er í níunda sæti með sjö stig.

Áki Sölvason skoraði fyrir Dalvík /Reyni á annarri mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik en Kwame Quee jafnaði metin fyrir Grindavík á 51. mínútu.

Hassan Jalloh skoraði svo annað mark heimamanna á 62. mínútu en  Dagur Ingi Hammer Gunnarsson lagði bæði mörkin upp. Helgi Hafsteinn Jóhannsson skoraði svo þriðja mark Grindavíkur níu mínútum eftir að hann kom inn á af bekknum.

Adam Árni Róbertsson lagði upp þriðja markið en hann spilaði hans fyrstu mínútur í dag eftir að hann kjálkabrotnaði í fyrsta leik liðsins gegn Fjölni 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert