Breiðablik getur farið á toppinn

Alexander Helgi Sigurðarson í leik Breiðabliks gegn Víking.
Alexander Helgi Sigurðarson í leik Breiðabliks gegn Víking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik kemst á topp Bestu deildar karla í knattspyrnu ef liðið vinnur ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld.

Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld en KA fær Fram í heimsókn klukkan 17. KA er í botnsæti með fimm stig en kemst fyrir ofan Fylki með sigri. Fram getur jafnað stigafjölda ÍA og Stjörnunnar, 16, í fjórða og fimmta sæti með sigri.

Fimleikafélagið fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 19:15 og getur hoppað upp í fjórða sæti með sigri en FH er í sjötta sæti með 14 stig. Fylkir er í fallsæti með sjö stig og á möguleika á að komast í 10. sæti með sigri.

Breiðablik fær svo nýliða ÍA í heimsókn sem eru í fjórða sæti eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Breiðablik kemst fyrir ofan Val og Víking og upp í toppsætið með sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert