Arnar: Þá er eitthvað mikið að

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, býst við gríðarlegum stuðningi í kvöld þegar lið hans mætir Shamrock Rovers frá Írlandi í kvöld. 

Liðin mætast í fyrri leik 1. umferðar undankeppni Meistaradeildarinnar í Víkinni. Uppselt er á leikinn og Arnar vonast eftir góðum stuðningi. 

„Nú er tíma­bil fyr­ir alla til að stíga upp. Leik­menn, ég, þjálf­arat­eymið og svo stuðnings­menn líka. Við verðum að vera meðvitaðir um hvað er að ger­ast. 

Við erum á toppn­um, komn­ir í bikar­úr­slit og nú er Meist­ara­deild­in. Ef þú vilt ekki taka þátt í þessu æv­in­týri þá er eitt­hvað mikið að.

Ég hef enga trú á öðru en að þeir muni leiða okk­ur í gegn­um erfiðasta hjall­ann á morg­un sem verður þegar við þurf­um að þjást, sem mun ger­ast á morg­un. Við þurf­um að virða það að þetta er Meist­ara­deild­in og þá má eng­inn gera neina vit­leysu. 

Stuðnings­menn­irn­ir verða mjög mik­il­væg­ir í að minna okk­ur á hvað er í gangi í leikn­um á morg­un,“ sagði Arnar í samtali við mbl.is. 

Verða að sýna mótherjanum virðingu

„Við verðum að sýna Shamrock mikla virðingu. Við erum sig­ur­strang­legri, það er eng­in spurn­ing. 

Þeir voru samt kannski að van­meta Blikana eitt­hvað í fyrra. Maður veit ekki hvað er í gangi í hausn­um á þess­um liðum. 

Ég veit ekki hvort að Blika­leik­ur­inn hjálpi okk­ur. Þeir eru reynd­ar með sama þjálf­ara og spila sama kerfi. En hug­ar­far leik­manna verður senni­lega allt öðru­vísi en í fyrra. 

Þetta er Meist­ara­deild. Við þurf­um að eiga topp­leik inn­an- sem ut­an­vall­ar til að kom­ast áfram,“ bætti Arnar við.

Hrósaði íslenskum liðum

„Mér finnst eins og Evr­ópu­ár­ang­ur ís­lenskra liða sé bara að verða betri og betri. Árang­ur okk­ar hef­ur verið frá­bær. Þótt við höf­um ekki kom­ist oft áfram þá höf­um við sýnt góða frammistöðu og fengið góð úr­slit úr ákveðnum leikj­um. 

Sem dæmi er ár­ang­ur okk­ar á heima­velli magnaður. Höf­um unnið fimm leiki af sex og sá sjötti var jafn­tefli gegn Mal­mö.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert