KR-ingurinn verður leikmaður Jóhannesar Karls

Ægir Jarl Jónasson stekkur.
Ægir Jarl Jónasson stekkur. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Ægir Jarl Jónasson er að ganga í raðir danska félagsins AB frá Kaupmannahöfn. Þetta herma heimildir mbl.is.

Samkomulag er á milli KR og AB er komið í höfn en Ægir átti innan við hálft ár eftir af samningi sínum við Vesturbæjarfélagið. Hann hefur verið orðaður við AB að undanförnu en samkvæmt heimildum mbl.is er það nú frágengið.

Ægir, sem er 26 ára, hefur spilað með KR undanfarin fimm ár en hann gekk í raðir félagsins frá Fjölni, þar sem hann ólst upp, fyrir tímabilið 2019, þar sem KR varð Íslandsmeistari. 

Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari AB en fyrr í dag var Fannar Berg Gunnólfsson ráðinn aðstoðarmaður hans. Ágúst Eðvald Hlynsson er þá leikmaður hjá félaginu. AB leikur í dönsku C-deildinni en er sögufrægt félag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert