Í aðgerð eftir skelfileg meiðsli

Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Eggert Jóhannesson

Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðs- og atvinnukona í knattspyrnu, gekkst nýverið undir aðgerð á mjöðm en hún hefur verið frá keppni eftir skelfileg meiðsli sem hún varð fyrir síðastliðið haust.

Svava Rós fór úr mjaðmalið í leik með portúgalska liðinu Benfica í einungis öðrum leik sínum fyrir liðið en hún er samningsbundin bandaríska liðinu NY/NJ Gotham FC og var á láni hjá Benfica.

Svava ræddi afleiðingar meiðslanna við mbl.is í febrúar en hún gekk í gegnum afar erfiða endurhæfingu.

„Ég var að hlaða í skot, teygði mig eft­ir bolt­an­um og lenti þannig að ég fest­ist ein­hvern veg­inn í gras­inu,“ sagði Svava meðal annars þegar hún lýsti atvikinu.

Samkvæmt Instagram-síðu leikmannsins gekkst Svava Rós undir aðgerð í síðustu viku en langt bataferli er fyrir höndum hjá sóknarmanninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert