Vestri sækir markvörð

Sveinn Sigurður Jóhannesson í marki Valsara gegn KR.
Sveinn Sigurður Jóhannesson í marki Valsara gegn KR. mbl.is/Árni Sæberg

Sveinn Sigurður Jóhannesson er genginn til liðs við Vestra í Bestu deild karla í fótbolta en Sveinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Val eftir síðasta tímabil.

Sveinn lék sjö leiki fyrir Val á síðustu leiktíð en hann var á mála hjá Val í sex ár. Sveinn mun veita William Eskelinen samkeppni um markmannstöðuna hjá Vestra.

Vestri situr í ellefta sæti Bestu deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert