Vitum hvað við erum að fara út í

Alexandra Jóhannsdóttir fyrir æfingu með landsliðinu í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir fyrir æfingu með landsliðinu í dag. Ljósmynd/Ásta Hind

„Ég er ótrúlega vel stemmd. Það er alltaf gaman að mæta Þýskalandi við erum orðnar nokkuð vanar því núna seinasta árið,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins en Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli á föstudaginn.

Liðin eru búin að mætast áður í undankeppni EM á þessu ári og voru einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni og mættust í október og nóvember í fyrra.

Þetta verður hörkuleikur. Við vitum hvað við erum að fara út í og ætli það hjálpi okkur ekki eitthvað smá hvað við erum búnar að mæta þeim oft.“

Ísland er að mæta Þýskalandi í fjórða sinn á stuttum tíma en hefur tapað í síðustu þrjú skipti en veit hvað liðið þarf að gera til að vinna.

„Við ætlum að beita skyndisóknum, þær eru veikar fyrir skyndisóknum og við erum sterkar í þeim. Svo ætlum við að verjast fyrirgjöfum, þær eru með frábæra leikmenn, frábæra skallamenn inni í teig og skora mikið úr fyrirgjöfum og föstum leikatriðum svo það er fyrst og fremst að verjast þeim.“

Leikmenn eru nokkrir að koma úr sumarfríi en Alexandra hefur engar áhyggjur af formi leikanna liðsins.

„Við erum með ótrúlega hraða leikmenn fram á við sem missa ekkert hraðan yfir sumarið, bara halda í það.“

Alexandra spilar með Fiorentina sem lenti í þriðja sæti í ítölsku deildinni á síðasta tímabili.

„Er ágætlega sátt með tímabilið, það var smá bras í síðustu leikjunum hjá okkur en komumst í úrslit í bikar, ótrúlega sárt að tapa því í vítaspyrnukeppni en þriðja sæti í deild og úrslit í bikar það er bara ágætt.“

Samningur hennar við liðið rann út í sumar og hún er ekki búin að skrifa undir nýjan samning.

„Ég er ekki búin að skrifa undir en ég vona að ég verði áfram. Mér líður ótrúlega vel á Ítalíu og vona að ég verði þar áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert