Vitum hvað við þurfum að gera og forðast

Guðrún Arnardóttir spilar hennar 40. landsleik á föstudaginn.
Guðrún Arnardóttir spilar hennar 40. landsleik á föstudaginn. Ljósmynd/mbl.is

„Við erum bara spenntar. Við erum búnar að spila við Þýskaland svolítið oft undanfarið ár og erum farnar að þekkja þær ágætlega þannig við vitum hvað við þurfum að gera og forðast,“ sagði Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta en Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni EM á föstudaginn.

Ísland mætir Þýskalandi á föstudaginn en þrjú stig í þessum landsleikjaglugga getur tryggt Íslandi sæti á EM á næsta ári. Þýskaland er með hörkulið og hefur unnið síðustu þrjá leiki sem liðin mættust í.

„Við þurfum að verjast vel, þær eru mjög aggressífar og vilja pressa aggressíft þannig við þurfum að finna leiðir til að komast út úr því og halda í boltann. Af því að þær vilja vera svona agressífar þá geta verið svæði á bakvið eða fyrir framan vörnina sem við ættum að gera nýtt okkur og það eru kannski þau svæði sem við erum að leita í. Þær koma með mikið af krossum inn og við þurfum að vera sterkar í boxinu og loka á þær.“

Ef Ísland vinnur ekki á móti Þýskalandi þá er möguleiki að næla í þrjú stig gegn Póllandi á útivelli viku seinna en Pólland er á botni riðilsins.

„Þetta er svo mikilvægur leikur. Við gætum tryggt okkur á föstudaginn en það gæti líka verið að við þurfum að gera það á þriðjudaginn og þetta er hörku leikur þó að andstæðingurinn á blaði sé  auðveldari en Þýskaland. Maður veit að þetta er að fara að vera alvöruleikur og þær stóðu vel í Þýskalandi í síðustu leikjum svo ef við ætlum eitthvað að slaka á þá er voðinn vís. Við vitum að við þurfum að eiga góðan dag líka á móti Póllandi til að fá eitthvað út úr því.“

Guðrún spilar með Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er á toppi deildarinnar og hefur unnið alla 15 leikina í deildinni hingað til.

„Þetta er ógeðslega gaman, við erum búnar að vera á svo geggjuðu róli og það bara flýtur allt og allt gengur upp. Það myndast bara meiri og meiri stemning eftir því sem líður á mótið. Ég er bara að njóta þess í botn og reyna að “ride the wave” á meðan það er.

Mér finnst við vera búnar að spila ótrúlega vel úti og þá er auðveldara að vera með sjálfstraust og koma inn í þetta verkefni með sjálfstraust og í góðu skapi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert