„Fólk sé stolt af því að tengjast KR“

Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson Ljósmynd/Inpho Photography

Óskar Hrafn Þorvaldsson verður yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá KR. Óskar segir KR vilja vera félag sem önnur félög líta upp til.

Í myndbandi sem birt er á Facebook síðu KR tjáir Óskar Hrafn sig um markmið sín fyrir félagið en hann tekur við karlaliðinu að núverandi tímabili loknu. Í dag hóf hann störf formlega sem yfirmaður knattspyrnumála

Karlaliðið er í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og kvennalið félagsins er í 2. deild og því ljóst að mikið verk er fyrir höndum í Vesturbænum.

Óskar Hrafn segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar tækifærið að snúa til baka til uppeldisfélagsins hafi boðist.

„Stefnan var alltaf að koma aftur í Vesturbæinn og leggja mín lóð á vogarskálarnar til að gera félagið eins gott og það getur orðið. Það er mikill kraftur í félaginu, mögulega þarf að gera hlutina skýrari, vonandi get ég hjálpað til með það“. Segir Óskar.

Myndbandið má sjá hér að neðan en Óskar er með háleit markmið fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert