Gáfum Víkingum forskot

FH varð að sætta sig við 3:2 tap í kvöld …
FH varð að sætta sig við 3:2 tap í kvöld fyrir Víkingum, sem hér fagna marki. mbl.is/Ólafur Árdal

„Við lendum í að gefa Víkingum forgjöf í byrjun, leiðinlegt þegar svona mistök gerist á þriðju mínútu og við þurftum að vinna okkur upp úr því, gerðum það, skorum fljótlega tvö mörk og erum að mínu mati að gera það sem við vildum gera,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH, sem átti fína takta gegn Víkingum í kvöld en það dugði ekki til að Víkingar unnu 3:2 þegar leikið var í 17. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu.

„Mér fannst Víkingar ekki vera að skapa neitt í fyrri hálfleik og við erum með þá í því skipulagi eins og við vildum hafa þá.  Svo í seinni hálfleik ná Víkingar einhvern veginn að þrýsta okkur aftar á völlinn og skipulag okkar varð ekki það sama og í fyrri hálfleik, við fórum of aftarlega og Víkingur fékk því alltof mörg færi.“

Markmaðurinn var sár yfir fá ekki neitt fyrir erfiðið enda sagði hann sína menn hafa Víkinga alveg eins og þeir vildu hafa þá. „Okkur finnst auðvitað hrikalega pirrandi að fá ekkert úr þessum leik, líka fyrir fólkið sem mætti á leikinn og stuðningsmenn FH en ég held að allir hafi séð að við lögðum allt í þennan leik svo það er hrikalegt vont að fá ekki neitt fyrir það, ekki eitt stig, því heimavöllurinn hefur verið mjög sterkur hjá okkur.   Mér fannst við stýra leiknum mjög vel án boltans í fyrri hálfleik og líka þegar við vorum með hann.  Við vorum með fulla stjórn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik voru Víkingar með stjórn á leiknum.  Svona er fótboltinn grimmur, - að gefa allt sitt  í leikinn og fá ekki neitt fyrir,“ sagði Sindri Kristinn.

FH getur tekið margt úr þessum leik mér sér í næstu leiki, sérstaklega úr fyrri hálfleiknum. „Við getum tekið helling með okkur í næsta leik þó það maður sér brjálaður yfir að hafa tapað.  Sérstaklega hvernig við bregðumst við eftir að hafa fengið á okkur mark svona snemma.  Við fáum reyndar á okkur þrjú mörk en höfum verið að vinna mikið í varnarleiknum hjá okkur undanfarna sex til sjö leiki enda fannst mér varnarleikurinn í fyrri hálfleik alveg meiriháttar og í raun einu færin sem  Víkingar fá er þegar við erum að detta og renna á blautum vellinum.  Í heild ættum við að skoða hvað við fengum á okkur mörg færi og hvað mörg mörk,“

Var orðinn öfundsjúkur

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö af þremur mörk Víkinga það fyrra tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður á 63. mínútu. „Ég var eiginlega bara orðinn öfundsjúkur að fá ekki að koma inná í þessar aðstæður -  rigningu, ekki mikill vindur og gott gras svo það var auðvitað að horfa bara á,“ sagði Valdimar Þór.   

„Ég var auðvitað spenntur að koma inná til að gera mitt besta.  Við erum búnir að vera í erfiðu leikjaprógrammi og vorum aðeins að dala eftir erfiða leiki en unnum gott lið Egnatia á útivelli  og svo líka erfiðum útivelli hér í Hafnarfirði svo held að við séum til í næsta slag.  Maður vill spila eins mikill fótbolta og maður getur.  Við þurfum nú að fara í alla leiki til að vinna þá, það er nóg eftir af þeim í alls konar keppnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert