Knattspyrnumarkvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson sleit hásin á æfingu með nýja félagi sínu Vestra.
Sveinn greindi frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni í dag en hann mun ekkert spila með Vestra á tímabilinu.
Sveinn er nýgenginn til liðs við Vestra og spilaði ekki leik í sumar. Sveinn var samningslaus áður en hann fór til Vestra en síðast var hann varamarkvörður Vals.