Leik frestað vegna brotins marks

Markið sem var flutt inn í Kórinn til vara en …
Markið sem var flutt inn í Kórinn til vara en stóðst ekki kröfur. mbl.is/Eyþór Árnason
Leik HK og KR sem átti að fara fram klukkan 19.15 í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hefur verið frestað og verður ný tímasetning auglýst síðar.

Ástæðan er sú að annað markið í Kórnum, heimavelli HK, var brotið og ekki tókst að útvega annað mark sem stóðst þær kröfur og reglur sem til þarf.

Leikmenn og áhorfendur biðu fram undir klukkan 19.50 eftir því að leikurinn hæfist en þá var gefið út að fresta þyrfti leiknum.
HK 0:0 KR opna loka
0. mín. Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik HK og KR í fallbaráttuslag í 17. umferð Bestu deildar karla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert