Sænski knattspyrnumaðurinn Albin Skoglund er genginn til liðs við Val og skrifar undir samning til ársins 2026.
Albin kemur til Vals frá sænska B-deildarfélaginu Utsikten og er þegar kominn með leikheimild.
Albin ólst upp hjá Häcken en hefur einnig leikið með Örgryte, Oddevold og Ljungskilde. Hann á að baki yfir 100 leiki í B-deild Svíþjóðar sem og nokkra unglingalandsleiki.