Jónatan Ingi Jónsson varð á sunnudagskvöldið fyrsti Valsmaðurinn annar en Patrick Pedersen til að skora þrennu fyrir Val í efstu deild karla í ellefu ár, þegar Hlíðarendaliðið vann HK 5:1 í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.
Þetta var fyrsta þrenna Jónatans í deildinni en samherji hans í dag, Kristinn Freyr Sigurðsson, skoraði þrennu fyrir Val gegn ÍA árið 2013. Frá þeim tíma höfðu Valsmenn sex sinnum skorað þrennu í deildinni og Patrick Pedersen séð um þær allar.
Finnur Orri Margeirsson lék með FH á ný eftir tíu leikja fjarveru þegar liðið tapaði 1:0 fyrir KR í gærkvöld og hann jafnaði við Gunnar Oddsson í fimmta sæti yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Ef meiðslin hefðu ekki komið til hefði hann getað jafnað Gunnleif Gunnleifsson í þriðja sætinu í gærkvöld. Sex efstu menn eru nú þessir:
376 Óskar Örn Hauksson
321 Birkir Kristinsson
304 Gunnleifur Gunnleifsson
301 Daníel Laxdal
294 Gunnar Oddsson
294 Finnur Orri Margeirsson
Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Framarar sóttu Skagamenn heim. Þar af eru 70 leikir fyrir Fram, 29 fyrir Fylki og einn fyrir Breiðablik.
Viktor Jónsson skoraði sitt 14. mark í deildinni í ár þegar ÍA vann Fram 1:0. Hann hefur níu leiki til þess að bæta við sex mörkum og verður þá fyrstur til að skora 20 mörk í efstu deild karla.
Gunnar Jónas Hauksson skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hann jafnaði fyrir Vestra gegn Víkingi.
Úrslitin í 18. umferð:
Víkingur R. - Vestri 1:1
Fylkir - KA 1:1
Valur - HK 5:1
Stjarnan - Breiðablik 2:2
KR - FH 1:0
ÍA - Fram 1:0
Markahæstir í deildinni:
14 Viktor Jónsson, ÍA
12 Patrick Pedersen, Val
10 Jónatan Ingi Jónsson, Val
9 Emil Atlason, Stjörnunni
8 Gylfi Þór Sigurðsson, Val
8 Helgi Guðjónsson, Víkingi R.
6 Benoný Breki Andrésson, KR
6 Danijel Dejan Djuric, Víkingi R.
6 Guðmundur Magnússon, Fram
6 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA
6 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki
6 Sigurður Bjartur Hallsson, FH
6 Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi
5 Ari Sigurpálsson, Víkingi R.
5 Arnþór Ari Atlason, HK
5 Björn Daníel Sverrisson, FH
5 Daníel Hafsteinsson, KA
5 Haukur Örn Brink, Stjörnunni
5 Jason Daði Svanþórsson, Breiðabliki
5 Nikolaj Hansen, Víkingi R.
5 Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val
5 Úlfur Ágúst Björnsson, FH
5 Viktor Karl Einarsson, Breiðabliki
Næstu leikir:
15.8. Valur - Breiðablik
17.8. Vestri - KR
18.8. KA - Stjarnan
18.8. HK - Fylkir
19.8. FH - Valur
19.8. Breiðablik - Fram
19.8. Víkingur R. - ÍA