Arnar Gunnlaugsson í þriggja leikja bann

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, er kominn í þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Vestra í jafntefli liðanna, 1:1, í Bestu deildinni á Víkingsvellinum á sunnudaginn var. 

Arnar gjörsamlega trompaðist og kastaði þjálfaramöppu sinni beint fyrir framan fjórða dómara. 

Hann var um leið rekinn af velli en þetta var hans annað rauða spjald á tímabilinu. 

Hann verður því ekki á hliðarlínunni í leikjum Víkings gegn ÍA og KR í Bestu deildinni. Þá er óljóst hvort að bikarúrslitaleikurinn gegn KA fari fram 23. ágúst vegna Evrópuleikja Víkinga. 

Ef ekki þá missir hann einnig af stórleiknum gegn Val í Bestu deildinni 1. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert