Bandaríska knattspyrnukonan Samantha Smith er gengin til liðs við Breiðablik á láni frá Austfjarðaliðinu FHL.
Samantha hefur verið mögnuð í liði FHL og skorað 15 mörk í 14 leikjum í 1. deildinni á tímabilinu.
FHL er komið upp í Bestu deild kvenna en liðið hefur verið með yfirburði á tímabilinu.
Samantha mun koma til með að hjálpa Breiðabliki í bikarúrslitunum, deildinni sem og Evrópukeppni.