KA fær Dag en Ingimar fór í FH

Dagur Ingi Valsson á fleygiferð gegn Fylki.
Dagur Ingi Valsson á fleygiferð gegn Fylki. mbl.is/Óttar

Knattspyrnumaðurinn Dagur Ingi Valsson gekk til liðs við KA frá Keflavík í kvöld en Ingimar Torbjörnsson Stöle yfirgaf KA og gekk til liðs við FH.

Dagur kom til Keflavíkur frá Leikni á Fáskrúðsfirði árið 2019 og hefur verið í lykilhlutverki þar síðustu árin. Hann á að baki 55 leiki með Keflavík í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk og þá á hann að baki 88 leiki með Keflavík og Leikni F. í 1. og 2. deild.

Ingimar er tvítugur varnarmaður sem kom til KA frá Viking í Noregi fyrir tímabilið 2023 og hefur leikið 30 leiki fyrir KA í Bestu deildinni. Hann er lánaður til FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert