Danski knattspyrnumaðurinn Matthias Præst mun ganga í raðir KR eftir yfirstandandi tímabil.
Matthias er leikmaður Fylkis en hann skrifar undir þriggja ára samning við KR-inga.
Hann hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Fylkisliðinu í sumar. Fylkir er í neðsta sæti með 13 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Í tilkynningu segjast KR-ingar hafa viljað fá Matthias fyrr en að svo verði ekki.
View this post on InstagramA post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899)