Kristín um systur sína: „Hefði eflaust orðið brjáluð!“

Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur.
Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir stefnir á að snúa aftur í atvinnumennsku einn daginn en hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á dögunum.

Varnarmaðurinn, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil en hún kemur til Blika frá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby þar sem hún hafði leikið frá árinu 2022.

Ekki flóknara en það

Kristín Dís segir að það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að ganga til liðs við Breiðablik þegar hún ákvað að koma heim til Íslands.

„Ég er það mikill Bliki í mér að mér datt ekki einu sinni í hug að heyra í einhverju öðru liði. Ef ég var að fara að koma heim þá var ég alltaf að fara að semja við Breiðablik, það var ekkert flóknara en það. Ég held líka að Ásta systir hefði ekki verið neitt allt of sátt ef ég hefði farið í annað lið, hún hefði eflaust orðið brjáluð!“ bætti Kristín Dís við í samtali við Morgunblaðið en systir hennar, Ásta Eir Árnadóttir, er fyrirliði Breiðabliks.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert