Óskar Hrafn Þorvaldsson er nú þegar orðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu.
Fótbolti.net greinir frá en samkvæmt miðlinum er von á tilkynningu frá félaginu fljótlega.
Óskar var fyrr í þessum mánuði tilkynntur sem verðandi þjálfari KR en þá var sagt að hann tæki við eftir tímabilið.
Óskar hefur verið í teymi KR í síðustu tveimur leikjum, annar var gegn HK og fór ekki fram, en virðist nú vera að taka alfarið við liðinu.
Pálmi Rafn Pálmason hefur stýrt liðinu frá því að Greg Ryder var rekinn fyrr í sumar.