Lítill strákur eftir leiki hjá pabba

Andri Lucas Guðjohnsen á landsliðsæfingu.
Andri Lucas Guðjohnsen á landsliðsæfingu. Eggert Jóhannesson

Andri Lucas Guðjohnsen og samherjar hans hjá belgíska liðinu Gent mæta Chelsea í 1. umferð deildarkeppninnar í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta 3. október næstkomandi.

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, var leikmaður Chelsea þegar Andri kom í heiminn 29. janúar 2002. Eiður lék með Chelsea á árunum 2000 til 2006 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu.

„Það er spennandi að vera í Evrópukeppni og gaman að ferðast í útileiki. Við höfum farið til Færeyja, Serbíu og Danmerkur. Það er mjög spennandi og fyrsti leikurinn í deildinni verður á Stamford Bridge á móti Chelsea.

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsea. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Það verður eitthvað fyrir mig að fara þangað. Maður var mjög ungur þegar maður var að leika sér þarna, lítill strákur á Stamford Bridge eftir leiki hjá pabba. Það verður geggjað að fá að spila á þessum velli á móti svona sterku liði,“ sagði hann.

En á Andri von á sérstökum viðbrögðum frá stuðningsmönnum Chelsea, á Stamford Bridge með Guðjohnsen á bakinu, þar sem faðir hans er enn mjög vinsæll á þessum slóðum?

„Það verður að koma í ljós. Ég er allavega mjög spenntur fyrir þessum leik og þessari Evrópukeppni yfir höfuð,“ sagði Andri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert