„Maður vorkennir ykkur Íslendingum“

Jóhann Berg Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er örlítið heitara í Sádi-Arabíu en á Íslandi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18.45 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.

Veðurspáin fyrir morgundaginn lítur ágætlega út, þrátt fyrir rigninguna sem íslenska liðið hefur æft í, undanfarna daga en spáð er 11° hita og sjö metrum á sekúndu í Laugardalnum á morgun.

„Við erum allir vanir veðrinu hérna. Maður vorkennir ykkur Íslendingum samt að hafa ekki fengið neitt sumar hérna heima. Eins og ég sagði áðan er maður vanur því að spila í alls konar veðri á Íslandi en vonandi verður ágætis veður á morgun. Það myndi klárlega hjálpa okkur að spila flottan fótbolta á Laugardalsvelli,“ bætti Jóhann Berg við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert