Stemningin þar er eitthvað annað

Stefán Teitur Þórðarson er klár í slaginn.
Stefán Teitur Þórðarson er klár í slaginn. Eggert Jóhannesson

Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta er spenntur fyrir leikjunum við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á morgun og svo Tyrklandi í Izmir þar í landi á mánudag.

„Þetta eru flottir leikir til að byrja á, sérstaklega að fá fyrri leikinn á heimavelli. Vonandi fáum við fullt af fólki til að styðja okkur. Það skiptir miklu máli. Við reynum að stýra þeim leik og taka þrjú stig,“ sagði Stefán við mbl.is.

Hann á von á miklum látum í útileiknum gegn Tyrklandi.

„Maður hefur heyrt það hjá strákum sem hafa spilað í Tyrklandi að stemningin þar er eitthvað annað. Ég er mjög spenntur að upplifa það,“ sagði Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert