„Við vorum nálægt því að ná frábærum leik,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Breiðablik eftir 0:2 tap fyrir Sportin Lissabon í Kópavoginum í dag þar sem barist var um sæti til að komast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.
Hann vissi þó alveg hvað hann var að fara út í. „Við sáum leiki hjá Sporting úr deildinni í Portúgal og líka leikinn við Eintracht Frankfurt svo við vissum hvernig liði við vorum að fara mæta, hvernig þær létu boltann ganga en ég held að þetta sé besta lið sem ég hef mætt, í góðu jafnvægi og vel agað en ég verða að hrósa mínu liði, sérstaklega í vörninni en við reyndum samt að spila boltanum þegar við vorum með hann,“ bætti þjálfarinn við.