Mikilvæg stig í súginn í grannaslagnum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfar Njarðvíkinga sem hafa komið á óvart …
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfar Njarðvíkinga sem hafa komið á óvart í ár með því að blanda sér í baráttuna um sæti í Bestu deildinni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Grannliðin Njarðvík og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í fótbolta á Njarðvíkurvelli í dag.

 Þar með misstu bæði lið af mikilvægum stigum í harðri keppni um sæti í Bestu deildinni, og sæti í umspilinu um að fara upp.

Keflvíkingar jafna ÍBV með þessum úrslitum, bæði lið eru með 35 stig en ÍBV á leik til góða gegn Grindavík á morgun.

Njarðvík fer upp fyrir ÍR og í fimmta sætið með þessu stigi en ÍR á leik til góða gegn Gróttu á morgun.

ÍBV er með 35 stig, Keflavík 35, Fjölnir 34, Afturelding 33, Njarðvík 32 og ÍR 32 stig. Sigurliðið fer beint upp í Bestu deildina en liðin í öðru til fimmta sæti fara í umspilið um eitt sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert