Hættir eftir að liðið féll um tvær deildir

Björn Sigurbjörnsson.
Björn Sigurbjörnsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Björn Sigurbjörnsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu. 

Sunnlenska.is greinir frá en Björn tók við liðinu í október 2021. Samningur hans var endurnýjaður til tveggja ára í fyrrahaust en hann lætur nú af störfum. 

Sumarið 2022 hafnaði Selfoss í 5. sæti Bestu deildarinnar en síðan þá hefur hallað undan fæti. 

Liðið féll úr Bestu deildinni í fyrra og svo nú aftur úr 1. deildinni í sumar. Liðið fór því niður um tvær deildir á tveimur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka