Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta eru mættir á Gürsel Aksel-völlinn í Izmir í Tyrklandi þar sem leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram.
Íslenska liðið skoðaði sig um á vellinum tæpum tveimur tímum fyrir leik og þrátt fyrir að stúkurnar hafi aðeins verið um 20 prósent fullar var baulað hressilega á íslensku leikmennina þegar þeir gengu á völlinn.
Leikmenn Tyrklands mættu á völlinn skömmu síðar og fengu vægast sagt vinalegri móttökur.