Tíu Íslendingar gegn 19.000 Tyrkjum

Það verða fleiri Íslendingar á vellinum en í stúkunni.
Það verða fleiri Íslendingar á vellinum en í stúkunni. mbl.is/Jóhann Ingi

Íslenskir stuðningsmenn verða fáliðaðir í stúkunni á Gürsel Aksel-vellinum í Izmir í Vestur-Tyrklandi er Ísland og Tyrkland mætast í Þjóðadeild karla í fótbolta.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45. Uppselt er á leikinn og verða um 19.000 áhorfendur í stúkunni í kvöld, þar af verða um tíu Íslendingar.

Ekki er vitað til þess að einhver Íslendingur hafi sérstaklega gert sér ferð til Izmir á leikinn en Íslendingarnir sem mæta á völlinn eru ýmist í ferðalagi í borginni eða vinnuferð.

Mbl.is er í Izmir og fjallar ítarlega um leikinn á vefnum og í Morgunblaðinu sem kemur út í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert