Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í Izmir á vesturströnd Tyrklands í kvöld.
Leikurinn fer fram á Gürsel Aksel-vellinum sem rúmar um 19.000 áhorfendur.
Mikill áhugi er fyrir leiknum en tvær sjónvarpsstöðvar, 44 blaðamenn og 22 ljósmyndarar sækja leikinn sömuleiðis.
Blaðamaður og ljósmyndari frá mbl.is verða á staðnum.