Framlengdi við toppliðið

Dusan Brkovic og Hermann Þór Ragnarsson í leik KA og …
Dusan Brkovic og Hermann Þór Ragnarsson í leik KA og ÍBV á síðasta tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Nýi samningurinn gildir til loka ársins 2027.

Hermann Þór hefur leikið vel með ÍBV á tímabilinu þar sem liðið trónir á toppi 1. deildar og tryggir sér sæti í Bestu deildinni að nýju með sigri á Leikni úr Reykjavík í lokaumferðinni.

Hann hefur skorað fjögur mörk í 13 leikjum í deildinni á tímabilinu og skoraði fjögur mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Hermann Þór er 21 árs sóknarmaður sem ólst upp hjá Sindra á Höfn í Hornafirði.

Fréttirnar eru mikið gleðiefni og bindur knattspyrnuráð vonir við það að Hermann haldi áfram að leika vel í ÍBV-treyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert