Stórt í sögu íslenskrar knattspyrnu

Glódís Perla Viggósdóttir hefur brotið blað í íslenskri knattspyrnusögu.
Glódís Perla Viggósdóttir hefur brotið blað í íslenskri knattspyrnusögu. mbl.is/Hákon Pálsson

Glódís Perla Viggósdóttir er í hópi 30 bestu knattspyrnukvenna heims, samkvæmt útnefningunni fyrir Gullboltann 2024, Ballon d'Or.

Hún er líka önnur tveggja bestu miðvarða heimsfótboltans í kvennaflokki miðað við þann hóp sem tilnefndur er til þessara virtustu verðlauna samtímans.

Varla þarf að fara mörgum orðum um hversu stórt þetta er í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Enginn Íslendingur hefur áður komist á þennan lista. Það eina sambærilega er þegar Ásgeir Sigurvinsson varð í 13. sæti í kjöri World Soccer á besta knattspyrnumanni heims árið 1984.

Reyndar var einkennilegt að hann skyldi ekki vera tilnefndur í Ballon d'Or það ár en það er önnur saga.

Glódís er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München, og íslenska landsliðsins sem aldrei hefur verið eins ofarlega á heimslista og einmitt nú.

Saga fótboltastelpunnar úr Kópavogi er skemmtileg. Ég fylgdist með henni í yngri flokkum HK á sínum tíma, þar sem hún spilaði stundum með dóttur minni sem þó er þremur árum eldri.

Fimmtán ára var hún farin að bera af í leikjum meistaraflokks HK/Víkings.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert