Knattspyrnumennirnir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson verða ekki með KR næstu vikurnar.
KR mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings á Meistaravöllum klukkan 17 í dag en Guðmundur og Stefán Árni verða ekki með.
Þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.
Guðmundur Andri er á leið í aðgerð vegna handarbrots. Guðmundur Andri hefur enn ekki spilað fyrir KR á ný en hann gekk í raðir uppeldisfélagsins frá Val fyrr í sumar.
Þá tognaði Stefán Árni illa aftan í læri gegn KA í lok júlí. Þá er talið líklegt að hann verði ekki meira með á tímabilinu.