Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta veiktust í kjölfar ferðarinnar til Tyrklands þar sem liðið tapaði fyrir heimamönnum, 3:1, í Þjóðadeildinni síðastliðinn mánudag.
Fótbolti.net greinir frá í kvöld að fimmtán úr íslenska teyminu, leikmenn og starfsfólk, hafi fengið magakveisu eftir Tyrklandsferðina.
Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Arnór Sigurðsson sem leika með Preston og Blackburn í B-deildinni á Englandi voru ekki með liðum sínum í dag vegna veikindanna.
Þá var Guðlaugur Victor Pálsson allan tímann á bekknum hjá Plymouth er liðið vann topplið Sunderland, 3:2, í sömu deild.