Torsóttur sigur ÍA

Rúnar Már Sigurjónsson fagnar marki sínu í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson fagnar marki sínu í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

ÍA vann nauman 1:0-sigur gegn KA í 22. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akranesi í dag. 

Úrslitin þýða að ÍA fer upp fyrir FH og í fjórða sæti deildarinnar með 35 stig og verður í efri efri hlutanum í síðustu fimm umferðunum en KA er í áttunda sæti með 27 stig og fer í neðri hlutann.

Viðureignin byrjaði afar rólega en KA var þó öllu ákafari á upphafsmínútunum. KA-menn komust í álitlegar stöður en náðu ekki að skapa sér dauðafæri. 

Á 34. mínútu kom Rúnar Már Sigurjónsson Skagamönnum yfir með marki. Steinar Þorsteinsson kom með hornspyrnu á miðjan teiginn þar sem Rúnar mætti og stangaði boltann í netið. 

Skömmu síðar fékk Steinar sendingu inn fyrir, keyrði í átt að markinu og skaut en Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, sá við honum.

Á síðustu mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik átti Rúnar hörkuskot úr aukaspyrnu í slána. Staðan í hálfleik, 1:0, ÍA í vil.  

Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri mjög rólega. Mikil orka í báðum liðum en lítið um færi.  

KA-menn ógnðuð lítið í síðari hálfleik og voru aldrei líklegir til að jafna metin. Lokaniðurstaða í dag, 1:0 sigur ÍA.



Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

ÍA 1:0 KA opna loka
90. mín. Steinar Þorsteinsson (ÍA) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert