Knattspyrnudómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmir leik hjá franska félaginu París SG á miðvikudaginn kemur.
Þar er um að ræða viðureign París SG, stærsta félags Frakklands, gegn Girona frá Spáni í unglingadeild UEFA en þar leika lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri samhliða leikjum sömu félaga í Meistaradeild Evrópu. París SG og Girona mætast einmitt í þeirri keppni um kvöldið.
Með Helga fara til Parísar aðstoðardómararnir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.