Bandaríska knattspyrnukonan Brookelynn Entz verður ekki áfram í herbúðum HK en hún hefur leikið með Kópavogsliðinu undanfarin tvö tímabil.
Hún kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék með Val. Ári síðar samdi hún við HK og skoraði 23 mörk í 36 deildarleikjum með liðinu í 1. deildinni.
Hún var fyrirliði liðsins á nýlokinni leiktíð. HK endaði fjórum stigum frá Fram, sem fór upp í Bestu deildina.