Á að fylgja fordæmi Dana?

Framarar voru máttlausir um helgina.
Framarar voru máttlausir um helgina. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ólíkt höfðust þau að, liðin í sjöunda og áttunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn.

Þessi tvö lið, Fram og KA, hafa að minnstu að keppa á lokaspretti Íslandsmótsins. Þau komast ekki ofar og varla neðar.

KA-menn létu það ekki á sig fá og unnu útisigur á Fylki en Framarar virtust þegar vera komnir í vetrarfrí og fengu háðulega útreið gegn KR, 7:1.

Fyrir vikið fara af stað umræður og vangaveltur um keppnisfyrirkomulagið og meint tilgangsleysi í lokaleikjum tímabilsins.

Eina breytingu er hægt að gera enn og það er að fara að fordæmi Dana, sem nota sama fyrirkomulag og við. Þeir leystu þetta vandamál og gerðu sjöunda sætið, efsta sæti neðri hlutans, afar eftirsóknarvert.

Liðið sem nær sjöunda sæti fær að leika til úrslita um síðasta Evrópusætið sem er í boði og mætir þar annaðhvort liðinu sem endar í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar í úrslitaleik á útivelli að mótinu loknu.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert