Aftur leikmaður umferðarinnar

Mollee Swift hefur varið mark Þróttar vel.
Mollee Swift hefur varið mark Þróttar vel. Eyþór Árnason

Mollee Swift, markvörður Þróttar í Reykjavík, var besti leikmaðurinn í 22. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Mollee er besti leikmaður umferðar en það var hún líka í 19. umferð deildarinnar um síðustu mánaðamót.

Þá átti hún stórleik í óvæntu jafntefli gegn Val og um liðna helgi var bandaríski markvörðurinn í aöalhlutverki hjá Þrótturum í markalausu jafntefli gegn Þór/KA í Laugardalnum.

Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaðurinn í umferðinni sem fékk þá einkunn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert